Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Tveir strákar úr Keflavík í heimsreisu
Fimmtudagur 26. júní 2003 kl. 09:32

Tveir strákar úr Keflavík í heimsreisu

-ferðadagbókin birtist á vf.is

Hermann Helgason og Magnús Ólafsson úr Keflavík halda í dag af stað í heimsreisu, en næstu 10 til 11 mánuði munu þeir ferðast til yfir 20 landa. Í fyrsta áfanga ferðarinnar fljúga þeir til London og þaðan til Indlands þar sem þeir munu vera í tvær vikur. Síðan halda þeir ferðinni áfram til fjölmargra landa og enda ferðalagið í Bandaríkjunum. Lesendur Víkurfrétta og Vf.is munu á næstu mánuðum fylgjast náið með ferðalagi þeirra Hermanns og Magnúsar en þeir munu skrifa dagbók með reglulegum hætti á vf.is. Með dagbókinni senda þeir einnig myndir úr ferðalaginu og Víkurfréttir munu að sjálfsögðu birta hluta úr ferðasögunni. Í næsta Tímariti Víkurfrétta verður ítarlegt viðtal við þá félaga þar sem m.a. mun koma fram til hvaða landa þeir koma til með að ferðast.

VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson: Hermann og Magnús hlakkar mikið til fararinnar, en þeir halda áleiðis til Indlands í dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024