Tveir nemendur úr Njarðvíkurskóla fengu 10 í stærðfræði
Tveir nemendur úr Njarðvíkurskóla fengu 10 á samræmdu prófi í stærðfræði í vor en einungis 6 nemendur á landinu öllu fengu 10 í einkunn. Skólaslit voru í Njarðvíkurskóla þann 3. júní sl. og af því tilefni voru nemendurnir tveir sem heita Anna Andrésdóttir og Stefanía Helga Stefánsdóttir heiðraðir. Þær hafa stundað nám við Njarðvíkurskóla frá barnsaldri og að sögn kennara hafa þær alltaf sýnt náminu mikinn áhuga.
Ljósmynd: Njarðvíkurskóli.
Ljósmynd: Njarðvíkurskóli.