Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Tveir meistarar á Bryggjunni
Guðbergur og John Lennon á Bryggjuni í Grindavík.
Þriðjudagur 7. maí 2013 kl. 10:00

Tveir meistarar á Bryggjunni

Guðbergur Bergsson rithöfundur og heiðursborgari Grindavíkur var með dagskrá á kaffihúsinu Bryggjunni í Grindavík í gær um frænku sína Völu á Skála sem verður 101 árs næsta mánudag og elsti Grindvíkingurinn.
Guðbergur frumsýndi kvikmynd sína um Völu og fór þar á kostum eins og hans er von og vísa og var bekkurinn þétt setinn. Vala er móðursystir skáldsins.

Þessa skemmtilegu mynd af Guðbergi tók Jóhann Páll Valdimarsson, í bakgrunni er annar meistari, sjálfur John Lennon. Myndin birtst á facebook síðu Bryggjunnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024