Tveir leikmenn með útgáfutónleika
Rappdúettinn Tveir Leikmenn úr Njarðvík munu halda tónleika í 88 húsinu á miðvikudagskvöld til að kynna nýjustu afurð sína, Í sitthvoru horninu.
Tveir leikmenn hafa verið starfandi í um 3 ár og komið víða fram en nú koma þeir loks fram með plötu.
Húsið opnar klukkan 20.00 en klukkan hálf níu stígur Ramses á stokk. Um níuleytið hefst aðalviðburðurinn en þá koma Tveir Leikmenn fram en platan verður einmitt til sölu á meðan á tónleikunum stendur á 1500 krónur. Öllum er velkomið að kíkja á tónleikana og er frítt inn.
Á fimmtudag verða svo aðrir tónleikar á skemmtistaðnum Trix.