Tveir hnífjafnir dúxar úr Grindavík
-80 nemendur útskrifuðust á vorönn frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Tvær stúlkur úr Grindavík voru hnífjafnar á vorönn fyrir stúdentspróf í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Þær Áslaug Gyða Birgisdóttir og Kleópatra Th. Þengilsdóttir voru báðar með 8,98 í meðaleinkunn. Að þessu sinni útskrifuðust 86 nemendur; 65 stúdentar, 12 luku verknámi og sjö útskrifuðust af starfsnámsbrautum. Þá luku sjö nemendur prófi af starfsbraut. Nokkrir nemendur brautskráðust af tveimur námsbrautum. Konur voru 37 og karlar 49. Alls komu 59 úr Reykjanesbæ, 14 úr Suðurnesjabæ, 10 úr Grindavík og einn úr Hafnarfirði, Borgarnesi og frá Noregi.
Forsetinn mælir ekki með frjálsri mætingu nemenda
Dagskráin var með hefðbundnu sniði. Kristján Ásmundsson skólameistari afhenti prófskírteini og flutti ávarp og Guðlaug Pálsdóttir aðstoðarskólameistari flutti yfirlit yfir störf annarinnar. Hún kom inn á heimsókn forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar en hann svaraði aðspurður þegar hann kom í skólann í Suðurnesjaheimsókn að hann teldi það ekki ráðlegt að nemendur hefðu frjálsa mætingu í náminu en þrjú ungmenni úr skólanum sögðu nýlega að það þyrfti að skoða mætingarmál betur, m.a. með tilliti til veikinda.
Jón Ragnar Magnússon nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd brautskráðra og Ólafur Baldvin Sigurðsson kennari flutti útskriftarnemendum kveðjuræðu starfsfólks. Að venju var flutt tónlist við athöfnina en að þessu sinni léku Vilhjálmur Páll Thorarensen og Hólmar Ingi Sigurgeirsson nýstúdentar á rafgítar og Dagný Halla Ágústsdóttir nýstúdent söng. Með þeim léku Kristberg Jóhannsson og Ásgeir Aðalsteinsson.
Viðurkenningar veittar
Við athöfnina voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur. Skiptinemarnir Gabriela Beck Cordeiro og Luca Amato fengu gjöf til minningar um veru sína í skólanum. Jón Ragnar Magnússon, Ólafur Ingi Hansson og Ragnar Snorri Magnússon fengu viðurkenningu fyrir störf í þágu nemenda. Lovísa Lóa Annelsdóttir og Karen Mist Arngeirsdóttir fengu viðurkenningar fyrir góðan árangur í félagsfræði, Aníta Ólöf Elínardóttir og Eydís Ósk Kolbeinsdóttir fyrir árangur sinn í viðskiptagreinum, Elma Rún Kristinsdóttir fyrir góðan árangur í fata- og textílgreinum og þá fékk Katrín Ísafold Guðnadóttir gjöf frá Þekkingarsetri Suðurnesja fyrir árangur sinn í náttúrufræðigreinum. Íris Helga Hafsteinsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í myndlist, Gunnhildur Björg Baldursdóttir fyrir sögu, Kamilla Sól Viktorsdóttir fyrir stærðfræði og Ólafía May Elkins fyrir góðan námsárangur. Fannar Ingi Arnbjörnsson hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í Íslandsmóti iðn- og verkgreina þar sem hann varð í 2. sæti í húsasmíði. Lovísa Kristín Þórðardóttir fékk viðurkenningu frá skólanum fyrir góðan árangur í samfélagsgreinum og hún fékk einnig gjöf frá Landsbankanum fyrir árangur sinn í samfélagsgreinum. Kleópatra Th. Þengilsdóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur á listnámsbraut myndlistarlínu og fyrir árangur sinn í myndlist og hún fékk einnig gjöf frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í starfsnámi. Richard Dawson Woodhead fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur á Íslandsmóti iðn- og verkgreina en hann varð þar í 3ja sæti í vefþróun. Richard fékk einnig gjöf frá Kosmos og Kaos fyrir góðan árangur í vefforritun, 75.000 kr. skólastyrk frá DMM lausnum vegna náms í tölvunarfræði eða hugbúnaðarverkfræði fyrir góðan árangur í forritun og gjöf frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í starfsnámi. Karl Dúi Hermannsson fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í stærðfræði. Hann fékk einnig gjöf frá Íslenska stærðfræðifélaginu fyrir stærðfræði og frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir árangur sinn í stærðfræði. Vilhjálmur Páll Thorarensen fékk viðurkenningar fyrir árangur sinn í stærðfræði og eðlisfræði, Atli Geir Gunnarsson fyrir efnafræði og stærðfræði. Brynjar Atli Bragason fékk viðurkenningar fyrir góðan árangur í samfélagsgreinum, efnafræði og spænsku. Áslaug Gyða Birgisdóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í stærðfræði og hún fékk einnig gjöf frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir árangur sinn í stærðfræði. Hún fékk síðan viðurkenningu fyrir árangur sinn í eðlis- og efnafræði og gjöf frá Efnafræðifélagi Íslands fyrir góðan árangur í efnafræði. Áslaug Gyða fékk gjöf frá Landsbankanum fyrir góðan árangur í stærðfræði og raungreinum. Milosz Wyderski fékk viðurkenningar fyrir góðan árangur í spænsku, stærðfræði, ensku, viðskiptafræði og viðskiptagreinum og hann fékk fékk einnig gjöf frá Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir árangur sinn í stærðfræði.
Það var myndarlegur hópur nemenda sem fékk viðurkenningu á vorönn 2019.
Peningastyrkir og spjaldtölvur
Kristján Ásmundsson skólameistari afhenti námsstyrk úr skólasjóði en hann er veittur þeim nemanda sem er með hæstu meðaleinkunn við útskrift og hlutu þær Áslaug Gyða Birgisdóttir og Kleópatra Th. Þengilsdóttir báðar 100.000 kr. styrk en þær voru báðar með 8,98 í meðaleinkunn. Áslaug Gyða og Kleópatra fengu einnig 30.000 kr. styrk frá Landsbankanum fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi.
Við útskriftina veittu nemendafélagið NFS, foreldrafélag skólans og Reykjanesbær verðlaun fyrir jákvæða framkomu á skemmtunum félagsins í vetur og afhenti Jón Ragnar Magnússon formaður nemendafélagsins þau verðlaun. Það voru þau Birgir Örn Hjörvarsson og Elva Rún Davíðsdóttir sem voru dregin úr hópi þeirra nemenda sem uppfylltu skilyrðin fyrir þátttöku en þau fengu bæði spjaldtölvu að gjöf.
Guðbjörg Ingimundardóttir afhenti við athöfnina styrki úr styrktarsjóði Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Sjóðurinn var stofnaður af Kaupfélagi Suðurnesja og Gunnari Sveinssyni, fyrrverandi kaupfélagsstjóra og fyrsta formanni skólanefndar Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Tilgangur sjóðsins er að efla og auka veg skólans með því að styrkja nemendur skólans til náms, að styðja við starfsemi sem eflir og styrkir félagsþroska nemenda og að veita nemendum viðurkenningar fyrir frábæran árangur í námi og starfi. Anna Karen Björnsdóttir og Arndís Lára Kristinsdóttir fengu 25.000 kr. styrk fyrir góðan árangur í tjáningu og ræðumennsku.
Kennarar sem láta af störfum
Við lok athafnarinnar voru þau Elísabet Karlsdóttir sálfræðikennari og Ólafur Baldvin Sigurðsson rafiðnakennari kvödd en þau láta nú bæði af störfum við skólann. Við það tækifæri var Elísabetu veitt gullmerki Fjölbrautaskóla Suðurnesja en hefð er fyrir því að veita starfsmönnum skólans þá viðurkenningu eftir 25 ára starf. Ólafur hafði þegar fengið slíka viðurkenningu.
Elísabet Karlsdóttir sálfræðikennari og Ólafur Baldvin Sigurðsson rafiðnakennari láta nú bæði af störfum við skólann. Skólameistari þakkaði þeim vel unnin störf.
Jón Ragnar Magnússon nýstúdent flutti ávarp fyrir hönd brautskráðra.