Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Tveir Grindavíkurkórar að Skógum
Þriðjudagur 23. mars 2004 kl. 17:51

Tveir Grindavíkurkórar að Skógum

Um síðustu helgi fóru tveir kórar að Skógum á vegum Tónlistarskólans í Grindavík í æfingabúðir að Skógum, Barnakór og Stúlknakór skólans, alls 42 krakkar undir stjórn Rósalindar Gísladóttur og Gunnars Kristmannssonar.  Barnakór Grunnskólans á Hvolsvelli ásamt stjórnanda sínum, Ingibjörgu Erlingsdóttur, tók á móti kórunum.  Öll aðstaða var til fyrirmyndar og ferðin mjög vel heppnuð í alla staði.  Helgin endaði með Tónleikum í Hvolnum á Hvolsvelli þar sem 65 krakkar sungu saman.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024