Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Tveir fuglar náðust í Leirunni
Smyrillinn með „attitjúd“.
Mánudagur 23. febrúar 2015 kl. 10:54

Tveir fuglar náðust í Leirunni

„Tveir fuglar náðust í Leirunni,“ gæti verið skemmtileg fyrirsögn á golffrétt. Nýverið voru menn uppteknir við vinnu í golfskálanum í Leiru. Dyrnar voru opnar upp á gátt og allt í einu kemur starri á fullri ferð inn í skálann - með smyril á hælunum.
 
Upphófst mikill eltingarleikur inni í skálanum sem starfsmenn blönduðu sér í. Eftir smá hasar tókst þeim að veiða smyrilinn í net. Var hann myndaður í bak og fyrir og fékk að því loknu frelsi, án þess að hafa erindi sem erfiði því ekkert fékk hann í gogginn. Enn var starrinn laus í skálanum, hann var öllu erfiðari viðureignar en á endanum náðist að fanga hann og var honum einnig sleppt.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024