Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Tvær aukasýningar fyrir Þjóðleikhúsævintýrið
Sunnudagur 6. maí 2018 kl. 14:13

Tvær aukasýningar fyrir Þjóðleikhúsævintýrið

Leikfélag Keflavíkur hefur ákveðið að setja upp tvær aukasýningar á MYSTERY BOY, söngleik eftir Smára Guðmundsson. Söngleikurinn hefur verið á fjölum Frumleikhússins frá 13. apríl sl. en lokasýning var á föstudagskvöld.
 
Eins og kunnungt er af fréttum hefur Þjóðleikhúsið boðið Leikfélagi Keflavíkur að setja upp sýninguna á Stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu þann 24. maí nk. eftir að MYSTERY BOY var valin áhugaverðasta áhugaleiksýning leikársins 2017-18.
 
Aukasýningarnar verða þann 11. maí kl. 20:00 og 13. maí kl. 20:00
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024