TUTTUGU OG FJÓRAR HLJÓMSVEITIR Á ROKKSTOKK
Tuttugu og fjórar hljómsveitir á RokkstokkHljómsveitakeppnin Rokkstokk hefst á föstudag(17. sept) kl. 19 í Félagsbíói í Keflavík með framlagi hljómsveitarinnar Óp frá Reykjavík. Tólf hljómsveitir keppa á föstudagskvöldinu og jafnmargar á laugardagskvöldi. Í úrslit komast síðan sex sveitir, þrjár frá hvoru kvöldi, sem mætast á lokakvöldi Rokkstokk föstudagskvöldið 24. september. Aðgangseyrir er kr. 500 inn á hvert kvöld keppninnar og er aldurtakmark 12 ára.Vegleg verðlaun í boðiSigurvegarar á Rokkstokk hljóta vegleg verðlaun, upptöku og útgáfu á breiðskífu í hljóðveri 60b en öll böndin sem komast í úrslit fá upptöku og útgáfu á einu stúdeólagi í 60b. Þá verða veitt verðlaun til besta gítar-, bassa, trommu-, hljómborðsleikarans og besta söngvarans í formi úttekta að upphæð 10 þúsund hjá Tónastöðinni og Hljóðfærahúsinu.Fimm hljómsveitir úr KeflavíkKeflvíkingar senda 5 hljómsveitir til leiks. Hljómsveitirnar Kölski og Paincake leika á föstudagskvöldi og Spurs in the fón, Future sound of Keflavík og Jódís á laugardagskvöldi. Aðrar hljómsveitir eru Reykjavíkurhljómsveitirnar Óp, Dirrindí, Búdrýgindi, Útópía, Bris, Options og Brain Police en höfuðborgin á flest böndin í keppninni. Frá Grindavík koma tvær, Veggfóður og Bozon. Magníum, Plug og Spilverk koma úr Garðabænum og Semicagator frá Hafnarfirði, Rokktríóið Sigurgrímur frá Hólmavík, Tikkal frá Þorlákshöfn, 2 heimar frá Akureyri, Prozac frá Dalvík, Jurtblá frá Hornströndum og að síðustu en þó alls ekki síðust er Chemical Dependensy frá Selfossi. Stórgóðar gestahljómsveitirGestahljómsveitirnar eru ekki af verri kantinum. Þar ber hæst hljómsveitin Sigur Rós ásamt sigurvegurum síðasta árs Klamedíu X en auk þeirra mæta Mínus, Tha Faculty, Fálkar frá Keflavík, 200.000 Naglbítar og Hr. Ingi. R og Magga Stína.Eineggja Feðgar kynnaKynnar Rokkstokk 3 heita Breki og Rúnar(Eineggja Feðgar) sem segja kynninguna verða toppinn á hátíðinni. Þeir halda því blákalt fram að það verði þeir sjálfir sem verði eftirminnilegastir á hátíðinni, ásamt namminu í sjoppunni, og hafa lofað því hátíðlega að kynna eitt lagið á „rækjunni„.Stökkpallur til heimsfrægðar á Íslandi„Velgengni á Rokkstokk er oft fyrsta alvöruskrefið í þróun efnilegra hljómsveita og til marks um það má geta þess að Klamedía X var að senda frá diskinn „Pilsner fyrir kónginn“ fyrir skömmu“ sagði Jón Rúnar Hilmarsson, ábyrgðarmaður Rokkstokks. Síðasta Rokkstokkhátíðin?Þessi þriðja Rokkstokkhátíð Félagsmiðstöðvarinnar Ungó verður líklegast sú síðasta í röðinni því Ungó hefur verið, eins og greint var frá í VF fyrir nokkru, lagt niður. Jón Rúnar, fyrrum formaður Ungó, sagðist vonast til að hljómsveitakeppnin yrði haldin af einkaaðilum næst. „Ég ætla aldeilis að vona að Rokkstokk deyi ekki drottni sínum, til þess er keppnin alltof mikilvæg, svo ég tali nú ekki um skemmtileg. Hver veit nema þetta verði einkaframtak næst. Við G. Kristinn Jónsson ætlum að tryggja að Rokkstokk 3 verði hátíð allra hátíða, óumdeilanlega stærsta tónleikaveisla ársins á Suðurnesjum. Þarna verða á ferðinni keppendur frá 13 ára fram á fertugsaldurinn þannig að fjölbreytnin er mikil.“