Tuttugu miðar á þorrablót á lausu
Vegna forfalla eru nú til sölu 20 miðar á stærsta þorrablót Suðurnesja sem haldið verður í Garðinum nk. laugardag, 22. janúar. Það eru Björgunarsveitin Ægir og Knattspyrnufélagið Víðir sem halda þorrablótið en í boði er þorramatur, þétt skemmtidagskrá og dansleikur á eftir með Ingó og Veðurguðunum. Veislustjóri er Logi Bergmann Eiðsson.
Þeir sem vilja tryggja sér síðustu miðana er bent á að hafa samband við Þorstein Jóhannsson í síma 896 7706.