Tuttugu ár í eldlínunni
Í tuttugu ár hefur Gísli Viðar Harðarson ekið um á sjúkrabíl og vaðið eld og brennistein. Hann byrjaði í neyðarþjónustunni 1.október 1980 aðeins 21 árs gamall. Hann bjó rétt hjá slökkvistöðinni sem barn og þegar hann heyrði í brunalúðrinum þá tók Gísli litli til fótanna og kíkti á stöðina. Þessi áhugi eltist ekki af drengnum en margt hefur breyst síðan Gísli Viðar tók til starfa fyrir tuttugu árum. Silja Dögg Gunnarsdóttir heimsótti Gísla á stöðina þegar starfsafmælinu var fagnað og fékk smá innsýn í líf slökkviliðsmannsins knáa.
Góðir lærimeistarar
Gísli Viðar var í byrjun ráðinn sem sjúkraflutningamaður hjá Heilsugæslustöð Suðurnesja og var starfsmaður þar til 1988 en þá var ákveðið að sameina sjúkraflutninga og slökkvilið Brunavarna Suðurnesja og setja upp 24 tíma vaktir við neyðarþjónustu á svæðinu. Félagar Gísla Viðars, þeir Lárus og Hjörleifur voru framan af einu sjúkraflutningamennirnir og síðan bættist Ingimar Guðnason heitinn í hópinn.
„Fyrstu árin vorum við á vakt á daginn og bakvakt yfir nóttina og um helgar. Vaktirnar voru oft langar og mikið að gera. Sjúkrabílarnir voru ekki eins vel tækjum búnir og þeir eru í dag. Þá var meira lagt uppúr hraða sjúkrabíla og nota þá aðferð sem við köllum í dag að „hlaða og hlaupa“, þ.e. að vera snöggir að koma sjúkling í hendur lækna. Ég hafði góðan lærimeistara
sem voru fyrir á sjúkrabílnum og eins í læknastétt þá helst Kristján heitinn Sigurðsson, fyrrverandi yfirlækni sjúkrahúsins. Oft leituðum við í reynslubanka þessara manna og alltaf var svar fundið við spurningum „stráksins“, segir Gísli og hlær.
Miklar framfarir í menntun
Að sögn Gísla Viðars hefur menntun sjúkraflutningamanna tekið miklum framförum á undanförnum árum. Hann var sendur á námskeið vorið 1981, sérstaklega ætlað sjúkraflutningamönnum, og einnig námskeið í skyndihjálp.
„Mestu framfarir í menntun sjúkraflutningamanna urðu ekki fyrr en 14 árum síðar þegar sjúkraflutningaskóli Rauða krossins var stofnaður og farið var að notast við bandaríska staðla, sem menntun og fagmennska fór úr einstaklingsframtaki yfir í fastari skorður. Ég hef sótt þau námskeið sem í boði eru og er einn af þeim sjúkrafutningamönnum sem er leiðbeinandi við skóla RKÍ“, segir Gísli en fyrir tveimur árum sótti hann námskeið og þjálfun í sjúkraflutningum til Pittsburg í USA og dvaldi þar í einn mánuð. Þar hafði hann tækifæri til
að skoða og kynnast sjúkraflutningum og stöðluðum vinnuferlum sem Bandaríkjamenn vinna eftir.
Frá árinu 1988 hefur Gísli Viðar sótt fjölda námskeiða, hér heima og í Svíþjóð, fyrir stjórnendur slökkviliða. „Það eru endalausir möguleikar að fræðasta meira, bæði hvað varðar slökkvifræði og sjúkraflutninga, og þar með verður maður betur undir útkallið búinn.“
Skemmtilegast að taka á móti börnum
Þegar Gísli Viðar er beðinn um að rifja upp eftirminnileg útköll þá hugsar hann sig lengi um en segir þetta vera of erfiða spurningu þar sem flest útköll séu eftirminnileg.
„Ég man ótrúlega vel eftir mörgum þeirra án þess að ég geti nefnt einstök útköll vegna trúnaðar við sjúklinga. Þau útköll sem standa upp úr í minningunni eru tvímælalaust þau þegar vel tekst til og þegar fólk sleppur úr erfiðum slysum lítið eða ekkert skaddað“, segir Gísli Viðar alvarlegur á svip. Hann segir skemmtilegustu útköllin vera þegar þeir lenda í að taka á móti börnum og barni og móður heilsast vel.
Erfitt að vera tapsár
„Brunaútköll eru á vissan hátt öðruvísi en útköll á sjúkrabílinn. Í flestum tilfellum eru ekki mannslíf í hættu en samt er sárt að sjá fólk missa eignir sínar. Það má að mörgu leyti líkja brunaútkalli við knattspyrnuleik. Við höfum ákveðinn mannafla til að berjast við andstæðininginn sem við þekkjum en hann er til alls vís. Markmið okkar er að
sigra en það tekst því miður ekki alltaf. Á hliðarlínunni eru margir sjálfskipaðir sérfræðingar sem hafa svörin á reiðum höndum að leik loknum. Það höfum við líka, því þá liggja allar
staðreyndir fyrir“, segir Gísli Viðar og bætir við að það sé oft erfitt að vera tapsár en þekking og reynsla slökkviliðsmannsins kemur örugglega að notum í næstu átökum.
En svona að lokum Gísli, eru það félagarnir sem eru svona skemmtilegir eða er bara svona gaman að keyra stóru bílana?
„Félagarnir eru góðir en þeir eru mis skemmtilegir eins og á hverjum vinnustað. Strákurinn sem byrjaði fyrir 20 árum er hættur að vera með bíladellu en hefur þó gaman af nýjum tækjum.“
Góðir lærimeistarar
Gísli Viðar var í byrjun ráðinn sem sjúkraflutningamaður hjá Heilsugæslustöð Suðurnesja og var starfsmaður þar til 1988 en þá var ákveðið að sameina sjúkraflutninga og slökkvilið Brunavarna Suðurnesja og setja upp 24 tíma vaktir við neyðarþjónustu á svæðinu. Félagar Gísla Viðars, þeir Lárus og Hjörleifur voru framan af einu sjúkraflutningamennirnir og síðan bættist Ingimar Guðnason heitinn í hópinn.
„Fyrstu árin vorum við á vakt á daginn og bakvakt yfir nóttina og um helgar. Vaktirnar voru oft langar og mikið að gera. Sjúkrabílarnir voru ekki eins vel tækjum búnir og þeir eru í dag. Þá var meira lagt uppúr hraða sjúkrabíla og nota þá aðferð sem við köllum í dag að „hlaða og hlaupa“, þ.e. að vera snöggir að koma sjúkling í hendur lækna. Ég hafði góðan lærimeistara
sem voru fyrir á sjúkrabílnum og eins í læknastétt þá helst Kristján heitinn Sigurðsson, fyrrverandi yfirlækni sjúkrahúsins. Oft leituðum við í reynslubanka þessara manna og alltaf var svar fundið við spurningum „stráksins“, segir Gísli og hlær.
Miklar framfarir í menntun
Að sögn Gísla Viðars hefur menntun sjúkraflutningamanna tekið miklum framförum á undanförnum árum. Hann var sendur á námskeið vorið 1981, sérstaklega ætlað sjúkraflutningamönnum, og einnig námskeið í skyndihjálp.
„Mestu framfarir í menntun sjúkraflutningamanna urðu ekki fyrr en 14 árum síðar þegar sjúkraflutningaskóli Rauða krossins var stofnaður og farið var að notast við bandaríska staðla, sem menntun og fagmennska fór úr einstaklingsframtaki yfir í fastari skorður. Ég hef sótt þau námskeið sem í boði eru og er einn af þeim sjúkrafutningamönnum sem er leiðbeinandi við skóla RKÍ“, segir Gísli en fyrir tveimur árum sótti hann námskeið og þjálfun í sjúkraflutningum til Pittsburg í USA og dvaldi þar í einn mánuð. Þar hafði hann tækifæri til
að skoða og kynnast sjúkraflutningum og stöðluðum vinnuferlum sem Bandaríkjamenn vinna eftir.
Frá árinu 1988 hefur Gísli Viðar sótt fjölda námskeiða, hér heima og í Svíþjóð, fyrir stjórnendur slökkviliða. „Það eru endalausir möguleikar að fræðasta meira, bæði hvað varðar slökkvifræði og sjúkraflutninga, og þar með verður maður betur undir útkallið búinn.“
Skemmtilegast að taka á móti börnum
Þegar Gísli Viðar er beðinn um að rifja upp eftirminnileg útköll þá hugsar hann sig lengi um en segir þetta vera of erfiða spurningu þar sem flest útköll séu eftirminnileg.
„Ég man ótrúlega vel eftir mörgum þeirra án þess að ég geti nefnt einstök útköll vegna trúnaðar við sjúklinga. Þau útköll sem standa upp úr í minningunni eru tvímælalaust þau þegar vel tekst til og þegar fólk sleppur úr erfiðum slysum lítið eða ekkert skaddað“, segir Gísli Viðar alvarlegur á svip. Hann segir skemmtilegustu útköllin vera þegar þeir lenda í að taka á móti börnum og barni og móður heilsast vel.
Erfitt að vera tapsár
„Brunaútköll eru á vissan hátt öðruvísi en útköll á sjúkrabílinn. Í flestum tilfellum eru ekki mannslíf í hættu en samt er sárt að sjá fólk missa eignir sínar. Það má að mörgu leyti líkja brunaútkalli við knattspyrnuleik. Við höfum ákveðinn mannafla til að berjast við andstæðininginn sem við þekkjum en hann er til alls vís. Markmið okkar er að
sigra en það tekst því miður ekki alltaf. Á hliðarlínunni eru margir sjálfskipaðir sérfræðingar sem hafa svörin á reiðum höndum að leik loknum. Það höfum við líka, því þá liggja allar
staðreyndir fyrir“, segir Gísli Viðar og bætir við að það sé oft erfitt að vera tapsár en þekking og reynsla slökkviliðsmannsins kemur örugglega að notum í næstu átökum.
En svona að lokum Gísli, eru það félagarnir sem eru svona skemmtilegir eða er bara svona gaman að keyra stóru bílana?
„Félagarnir eru góðir en þeir eru mis skemmtilegir eins og á hverjum vinnustað. Strákurinn sem byrjaði fyrir 20 árum er hættur að vera með bíladellu en hefur þó gaman af nýjum tækjum.“