Túristar í boltaleik
Nú fer sá tími að renna upp að ferðamenn með bakpoka sjást mjög víða á landinu, hvort sem er á þjóðvegum landsins, rútustöðvum eða við ferðamannastaði. Í morgunsárið beið hópur ungra ferðamanna við Biðskýlið í Njarðvík eftir rútunni til Reykjavíkur. Strákarnir voru með lítinn bolta sem þeir voru að sparka á milli sín og sýndu nokkra færni í þeim leik við mikinn fögnuð viðstaddra. Þeir eiga án efa eftir að sjást með boltann á milli sín á tjaldsvæðum landsins, því augljóst var á búnaði þeirra að þeir hyggja á tjaldútilegu í ferðalagi sínu um Ísland.VF-ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson