Tunglið tosar sjóinn upp á bryggjur
- og bíllinn fær sjóbað
Það er stórstreymt þessa dagana og tunglið tosar sjóinn upp á bryggjurnar í Keflavík. Mikið er að gera í kringum makrílbátana þegar þeir koma inn til löndunar og bílstjóri ákveður að baða bílinn sinn í sjó.
Einar Guðberg hefur glæsilegt útsýni yfir Keflavíkurhöfn frá Pósthússtræti og hann tók þessar myndir í vikunni af lífinu við höfnina.