Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Trúin á Jesú Krist besta ákvörðunin
Sunnudagur 23. október 2016 kl. 09:00

Trúin á Jesú Krist besta ákvörðunin

- María Magnúsdóttir, Reykjanesbæ, 5. sæti hjá Íslensku þjóðfylkingunni

Hvers vegna ákvaðst þú að fara í framboð?
Ég ákvað að fara í framboð fyrir Íslensku Þjóðfylkinguna til að gera gagn fyrir kjördæmið mitt, land og þjóð. ÍÞ hefur á sinni stefnuskrá mál sem allir geta sæst á. Mikil þörf er á úrbótum og Alþingismenn hafa staðið sig illa og fólk er orðið langþreytt. ÍÞ hefur góða stefnuskrá sem byggir á réttlæti og flokkurinn vinnur til dæmis að málum eins og gegn nýju útlendingalögunum. Ef þau ná fram að ganga óbreytt eru töluverðar líkur á að þau muni eyðileggja íslenskt samfélag. Gæta þarf í því sambandi sérstaklega að fjölda innflytjenda og það er aðalatriði hverjir komast inn. Hleypum hingað fólki í neyð og fólki í góðum tilgangi en ekki fólki sem ekki aðlagast vestrænum samfélögum og er komið til að taka yfir landið okkar. Engar moskur á Íslandi! Lögin opna landamærin fyrir öllum án þess að fortíð viðkomandi sé skoðuð. Við gætum lent í sömu málum og Evrópa sem er að hruni komin. Að hjálpa þeim sem minna mega sín er einnig mitt baráttumál, eins og öldruðum og öryrkjum, bæta heilbrigðisþjónustu, löggæslu, umhverfismál, atvinnnumál, skattamál og dýravernd. Mismunum ekki fólki eftir menntun, stöðu eða heilsu og hættum að búa til stéttaskiptingu eins og verið hefur þannig að þeir ríku verði ríkari og þeir fátæku fátækari. X-E.

Hvað vilt þú sjá gerast á Suðurnesjum á næsta kjörtímabili?
Það þarf að nýta aukinn ferðamannastraum til að skapa atvinnutækifæri á Suðurnesjum, ekki horfa á eftir þeim  út á land. Tvöföldun Reykjanesbrautarinnar alveg frá Leifsstöð inn í Hafnarfjörð. Uppbygging í löggæslu, skólamálum og heilbrigðisþjónusta. Varðandi stóriðju, ef hún þarf að koma til þá er forgangsatriði að heilsa fólks á  svæðinu sé tryggð og að séð verði um að mengunarstaðlar séu 100% öruggir. Einnig þarf að bæta ímynd Suðurnesja en þar hefur skort á. Hér eru endalausir möguleikar á mörgum sviðum svo og í mannauði og yrði þetta til að auka flutninga fólks á svæðið
       
      
Hverja telur þú möguleika þíns framboðslista í kjördæminu í kosningunum um næstu helgi?
Mikla! Íslenska Þjóðfylkingin varð fyrir höggi eins og alkunna er. Í.Þ. var með mest fylgi af „litlu“ listunum fyrir stuttu síðan. Við höfum samt fundið fyrir miklum byr og fengið þakklæti fyrir að minnast á viðkvæm mál sem aðrir flokkar þora ekki að minnast á. Við höfum fundið fyrir miklum stuðningi á Suðurnesjum sem er ánægjulegt.

Hvað færð þú þér oftast í morgunmat?
Heilsuhristing.

Hvar lætur þú klippa þig?
Hjá frábærri konu með stofu á Hafnargötunni sem flestir vita af, Þórunn er vandvirk og frábær í alla staði.

Uppáhalds útvarpsmaður?
Enginn sérstakur, það sem út úr hverjum og einum kemur er það sem skiptir máli, sá/sú verður þá í metum hjá mér sem segir eitthvað af viti.

Hver væri titill ævisögu þinnar?
Konan með réttlætið að leiðarljósi fyrir menn og málleysingja.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Innanlandsflug til Keflavíkurflugvallar?
Vegna öryggismála er nauðsynlegt að hafa innanlandsflug í Reykjavík. Innanlandsflug til Keflavíkur eykur umferð á Reykjanesbraut.

Fallegasti staður á Suðurnesjum?
Ekki hægt að gera upp á milli, endalaust fallegir staðir á Reykjanesi, Garðskaginn heillar, Reykjanesið er algjör perla sem aðrir landsmenn hafa ekki uppgötvað.

Hver er besta ákvörðun sem þú hefur tekið?
Að taka trú á Jesú Krist frelsara minn og að eignast börnin mín, fjársjóðinn minn í lífinu.

Hvað er það neyðarlegasta sem þú hefur lent í?
Gekk einu sinni beint á staur á miðri Hringbrautinni sem krakki á leið í skólann. Þá gengu allir allt en venjulega ekki á staura samt. Smá neyðarlegt, hlaut sem betur fer ekki skaða af og vonaði að enginn sæi þetta.

Dagblað eða net á morgnana?
Net.

Sameinuð sveitarfélög á Suðurnesjum eða áfram eins og nú?
Sýnist það ekki raunhæfur kostur að sveitafélögin sameinist eins og staðan er nú.