Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Trúðslæti í Andrews
Fimmtudagur 2. maí 2013 kl. 10:56

Trúðslæti í Andrews

Það var mikið fjör í Andrews leikhúsinu í vikunni. Þar fóru fram tökur á stuttmyndinni 2 Tótar sem Keflvíkingurinn Trausti Hafliðason leikstýrir.

Í Andrews leikhúsinu var tekin upp sena þar sem tvær aðal söguhetjur myndarinnar bregða sér í hlutverk trúða og eru að halda skemmtiatriði fyrir fullan sal af áhorfendum. Talsverðan fjölda aukaleikara þurfti þennan dag í Andrews þar sem taka þurfti upp atriði með áhorfendum í sal. Íbúar á Ásbrú skunduðu því í Andrews og gerðust aukaleikarar hluta úr degi og skemmtu sér á sama tíma yfir alvöru trúðslátum atvinnuleikara á sviði.

Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024