Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Föstudagur 31. ágúst 2001 kl. 09:04

Trúðar og kúrekar í björgunarbát

Trúðar, kúrekar, gúmbjörgunarbátur. Við fyrstu sýn virðast þessi orð ekki eiga neitt sameiginlegt en þó eru þetta hlutir sem verða hér og þar í miðbæ Keflavíkur á laugardag. Það er ekki á hverjum degi sem gúmbjörgunarbát er róið niður aðalverslunargötu bæjarins. Það er heldur ekki oft sem kúrekar spranga um á kústsköftum. En þetta og margt fleira verður í gangi á Hafnargötunni á laugardag. Heyrst hefur að von sé á kvikmyndatökuliði utan úr heimi til að gera kvikmynd á götum Keflavíkur. Hápunkturinn hjá götuhúsinu verður síðan í portinu hjá Svarta pakkhúsinu um kl. 22:30 þegar félag myndlistamanna heldur uppboð á málverkum. Mikil leynd hvílir yfir aðalatriðinu sem fer þar fram. Krakkarnir í leikfélagi Keflavíkur hafa undanfarnar vikur boltaleikni, stultugöngu og fleiri áhættusöm atriði. Gestir og gangandi geta stoppað og virt fyrir sér hinar ýmsu persónur sem vaknað hafa í frjóum hugum leikaranna en öllum er frjálst að taka eins mikinn þátt í sýningum hópsins og þeir vilja. Eftirfarandi myndir voru teknar á æfingu hjá götuleikhússhópnum í vikunni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024