Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Trúðar og fjör á 17. júní í Sandgerði
Þriðjudagur 17. júní 2003 kl. 18:26

Trúðar og fjör á 17. júní í Sandgerði

Það var hátíðarbragur á Sandgerðingum í dag en þeir fjölmenntu að íþróttahúsinu í Sandgerði þar sem fram fór viðamikil dagskrá í tilefni þjóðhátíðardagsins. Þegar blaðamann bar að var verið að veita ungum íþróttahetjum verðlaun fyrir sín afrek en síðan komu þau Halla hrekkjusvín og Maggi mjói á svið til að skemmta fólki með sprelli úr Latabæ. Á svæðinu voru einnig trúðar sem hafa lært fræðin í trúðaskóla sem starfræktur hefur verið í Sandgerði síðustu daga, en í Sandgerði er boðið upp á fjölbreytt starf fyrir unga fólkið í sumar hjá Púlsinum í gamla kaupfélagshúsinu.Meðfylgjandi mynd er af nokkrum myndarlegum trúðum sem stilltu sér upp fyrir framan myndavélina í tilefni dagsins.

Án efa munu Sandgerðingar og gestir skemmta sér fram á kvöld en í Sandgerði var sannkölluð útihátíð í tilefni dagsins.

VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024