Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Föstudagur 24. ágúst 2001 kl. 09:20

Trúðar og eldgleypar á listaverkauppboði

Félag myndlistamanna í Reykjanesbæ hefur staðið fyrir þemaverkefni meðal félagsmanna um túlkun Ljósanætur í Reykjanesbæ. Alls tóku 13 félagsmenn þátt í verkefninu en verkum þeirra verður komið fyrir í helstu stofnunum byggðarlagsins til að minna bæjarbúa á Ljósanótt. Listamennirnir vilja með þessu koma sjálfum sér á framfæri og minna á sýningu félags myndlistamanna í Svarta Pakkhúsinu. Félagið hefur að undanförnu staðið fyrir Sumargallerýi í húsnæðinu en sú sýning verður í fremri sal en þar bjóða félagsmenn myndir sínar til sölu. Samsýning listamannanna verður á sama stað, í Svarta Pakkhúsinu Hafnargötu 2.
Að kvöldi laugardagsins 1. september verða myndir í eigu félagsins boðnar upp að Hafnargötu 2. Myndirnar verða til sýnis á efri hæð hússins um daginn en kl. 22:15 hefst uppboð á myndunum. Hjördís Árnadóttir, formaður Félags myndlistamanna lofar mikilli stemningu í portinu. Leikfélag Keflavíkur hefur ákveðið að vera með Karnival stemningu í portinu á meðan á uppboðinu stendur, eldgleypar, stultufólk, boltafólk og trúðar. Ef veður leyfir munu félagsmenn mála myndir utandyra auk þess sem gestur verður boðið upp á andlitsmálun.

Eftirtaldir aðilar eiga myndir í þemaverkefninu:
Ásta Árnadóttir, Sparisjóðnum í Keflavík
Dröfn Sigurvinsdóttir, Sparisjóðnum í Njarðvík
Eiríkur Árni Sigtryggsson, Hólmgarði
Fjóla Jónsdóttir, Samkaup
Guðmundur Maríusson, Bæjarskrifstofur Tjarnargötu 12
Halla Haraldsdóttir, Sýslumannsembættið
Hermann Árnason, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
Hjördís Árnadóttir, Pósthúsið
Jófríður Jóna Jónsdóttir, Fjölbrautaskóli Suðurnesja
Sigríður Rósinkarsdóttir, Kjarni
Soffía Þorkelsdóttir, Landsbankinn Keflavík
Þóra Jónsdóttir, Íslandsbanki Keflavík
Íris Jónsdóttir, Hótel Keflavík
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024