Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Trúðar í Púlsinum
Mánudagur 16. júní 2003 kl. 10:28

Trúðar í Púlsinum

Púlsinn ævintýrahús í Sandgerði breyttist í trúðaskóla einn laugardagsmorgunn þegar Bergur Þór Ingólfsson, leikari úr Borgarleikhúsinu, kom í heimsókn til þess að kenna nokkrum af leiklistarnemum Púlsins trúðamennsku. Bergur Þór er einn þekktasti trúðaleikari á Íslandi og leikur trúðinn Úlfar sem kemur fram með vinkonu sinni Barböru, sem leikin er af Halldóru Geirharðsdóttur, leikkonu.Í vetur hafa leiklistarnemendur Púlsins ma. kynnst trúðaleik og því vakti það forvitni að fá leikara sem þekkti vel hlutverk trúðsins. Trúðaskólinn varð þannig undirbúningur fyrir 17.júní hátíðarhöldin í Sandgerði en litríku trúðarnir koma þar fram. Púlsinn bauð öllum fyrri leiklistarnemendum sínum upp á þetta námskeið en margir komust ekki vegna ferðalaga. Bergur Þór notaði ýmsar æfingar til þess að kalla fram mismunandi trúða hjá krökkunum og vakti það mikla kátínu. Eins og nærri má geta var mikið hlegið og sprellað þennan laugardagsmorgunn í Púlsinum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024