Trúbatrixur í Keflavík
Trúbatrixur eru mættar til leiks aftur eftir að hafa slegið í gegn með tónleikaröð sinni á Café Rósenberg í vetur. Er nú ferðinni heitið til Keflavíkur (Reykjanesbæjar) vöggu rokksins á Íslandi þar sem ungar jaft sem reyndar tónlistarkonur a Suðurnesjunum verða í forgrunni og koma fram fimmtudaginn 5. febrúar á Paddys Irish pub á Hafnargötu 38.
Dagskráin er ekki af verri endanum og má búast við fjölbreyttu og skemmtilegu kvöldi. Þar koma saman bæði þekktar söngkonur frá Suðurnesjum eins og Elíza Geirsdóttir Newman og Heiða Eiríksdóttir , ásamt upprennandi tónlistarkonum eins og Aðalheiður/ Girl in a dark room , Nanna, og Frumpets . Munu þær allar flytja frumsamið efni . Það verður kósí stemming á Trúbatrix á Paddys þar sem fólk getur komið saman , slakað á og notið góðrar tónlistar.
Fram koma :
Frumpets
Nanna
Aðalheiður / Girl in a dark room
Heiða Eiríks
Myrra
Elíza Newman
Ragga og Emma
Fríða dís
Trúbatrixur hvetja alla til að mæta og muna að allt það besta í heimi hér kostar ekki neitt !
Dagskráin hefst kl 20.00 og er frír aðgangur !