Trúbardorar takast á í Reykjanesbæ
Trúbadorahátíð Íslands þetta árið verður haldin þann 18. ágúst næstkomandi, á Ránni í Keflavík.
Um einskonar árshátíð trúbadora er að ræða þar sem tónlistarmenn koma fram í 20 mínútur hver og leika listir sínar fyrir gesti.
Þema kvöldsins að þessu sinni er herra rokk sjálfur, Rúnar Júlíusson en hver og einn trúbador verður að taka eitt lag sem Rúnar hefur komið að á einhvern hátt.
Enn geta trúbadorar sótt um að fá að vera með á [email protected] en reiknað er með að um 15-20 tónlistarmenn stígi á stokk á hátíðinni.