Trommarinn 2013 og opið svið á Bryggjunni
Á morgun laugardag stendur trommarinn Halldór Lárusson úr Grindavík fyrir hinni árlegu sýningu Trommarinn 2013, sem haldin er að venju í sal FÍH, Rauðagerði 27 í Reykjavík. Þetta er í fimmta sinn sem sýningin er haldin.
Frekari upplýsingar um sýninguna má sjá hér.
Í kvöld, föstudaginn 11.okt mun verða opið svið - októberfest á kaffihúsinu Bryggjunni, Grindavík frá kl.21 - 24 þar sem Halldór Lárusson kemur fram ásamt Pálma Sigurhjartarsyni píanóleikara og Þorgils Björgvinssyni bassaleikara. Öllum er velkomið að taka þátt!
Ljósmynd: Ragnheiður Arngrímsdóttir www.ragnheidurarngrims.is