Trommarinn 2009 á morgun
Trommleikarinn Halldór Kristinn Lárusson, kennari við Tónlistarskóla Sandgerðis, stendur fyrir stórviðburði á morgun laugardag sem ber heitið Trommarinn 2009 og verður haldinn í sal Tónlistaskóla FÍH frá klukkan 13-18.
Landsþekktir trommu- og slagverksleikarar stíga á stokk á Trommarinn 2009 og má þar nefna:
Benedikt Brynleifsson
Helgi Svavar Helgason & Matthías M.D. Hemstock
Áskell Másson
Ragnar Sverrisson
Arnar Þór Gíslason & Steingrímur Guðmundsson
Gunnlaugur Briem
Ásgeir Óskarsson
Hrafnkell Örn GuÐjónsson
Margt verður í boði á Trommaranum 2009, en hljóðfæraverslanir verða með allt það nýjasta, íslenskir trommusmiðir sýna afurðir sýnar, mikið af gömlum „vintage“ trommusettum til sýnis svo eitthvað sé nefnt.
Heiðursgestur verður Guðmundur „papa jazz" Steingrímsson
Allt áhugafólk um slagverk og trommuleik ætti ekki að láta þennan viðburð fram hjá sér fara.
Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
www.245.is