Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Tröllkarlar Áka komnir til Keflavíkur
Föstudagur 18. júní 2004 kl. 18:55

Tröllkarlar Áka komnir til Keflavíkur

Tröllkarlar Áka Gränz eru komnir til Keflavíkur. Tveir stæðilegir tröllkarlar, nú eða karl og kerling, hafa komið sér fyrir á grjótgarðinum neðan Ægisgötunnar og horfa til hafs. Milli þeirra má sjá eitt af kennileitum Suðurnesja, Keili, skarta sínu fegursta. Að sögn Áka hafa þessir karlar ekki fengið nafn. Tröllin hans hafa fengið hin ýmsu nöfn, allt frá Ásum úr heiðni og til nútímalegri nafna. Svo mikið er víst að þetta eru ekki Steini „ljósálfur“ og Steini Erlings. Báðir tengjast þeir nú samt grjótinu. Seini ljósakall vegna lýsingarinnar á Berginu, og Steini Erlings vegna uppbyggingar í Helguvík, en allt grjótið rekur ættir sínar til Helguvíkur.

VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024