Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Troðið á Traffic í Splash partý
Mánudagur 5. desember 2005 kl. 19:42

Troðið á Traffic í Splash partý

Mikil stemning var á skemmtistaðnum Traffic sl. laugardagskvöld þar sem haldið var Splash partý af umsjónarmönnum þáttarins; bræðrunum Jóhanni og Óla Geir, sem nýverið var krýndur Herra Ísland 2005. Páll Óskar var DJ og hélt uppi stuðinu fram á rauða nótt. Talið er að sjaldan áður hafa jafn margir verið inn á skemmtistaðnum, enda var húsið pakkað mest allt kvöldið. Nokkur skemmtiatriði áttu sér stað, Gæji rappari tók lög, Davíð Óskarsson úr Leikfélagi Keflavíkur spúaði eldi, aðal maður trommusveitar stuðningsmannasveitar Keflavíkur tók trommusóló og undirfatasýning tryllti lýðinn. Partýið gekk framar öllum vonum að sögn aðstandenda og verður reynt að halda annað slíkt í nánustu framtíð.

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024