Troðið á tónleikum Valdimars og Of monsters & men
Tvær af vinsælli hljómsveitum landsins um þessar mundir stigu á stokk á Paddy´s í Reykjanesbæ í gærkvöldi og héldu heljarinnar tónleika. Um var að ræða hljómsveitirnar Of monsters & men og Valdimar sem flestir tónlistarunnendur ættu orðið að kannast við.
Troðið var út úr dyrum enda ekki á hverjum degi sem að Reyknesingar fá slíka tónlistar-samloku til að japla á. Mikil stemning myndaðist og þegar Valdimar höfðu lokið sér af þá voru þeir klappaðir upp í tvö aukalög. Annað þeirra laga var skemmtileg útgáfa af Álfheiði Björk sem Eyjólfur Kristjánsson samdi og gerði ódauðlegt á sínum tíma.
Ljósmyndari Víkurfrétta myndaði stemninguna á Paddy´s í gær.
VF-Myndir: Eyþór Sæmundsson