Troðfylltu Stapann til styrktar Velferðarsjóði
Jólatónleikar til styrktar Velferðarsjóði Suðurnesja fóru fram í Stapanum gærkvöldi Þar komu fram Eldey kór eldri borgara á Suðurnesjum, Karlakór Keflavíkur, Kór Keflavíkurkirkju, Kvennakór Suðurnesja, Sönghópur Suðurnesja og Söngsveitin Víkingar.
Gestir troðfylltu Stapann og var salurinn og svalirnar þéttsetnar. Allur ágóði af tónleikunum rennur til Velferðarsjóðs Suðurnesja.
Söngsveitin Víkingar var meðal kóra sem komu fram á tónleikunum í gærkvöldi.