Troðfullur Stapi af hæfileikum
Skólar í Reykjanesbæ sameinuðist á árlegri Hæfileikahátíð.
Allir grunnskólar Reykjanesbæjar ásamt Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, Bryn Ballett og Danskompaníi tóku þátt í Hæfileikahátíð grunnskólanna sem haldin var í Stapa fyrir skömmu. Hver skóli sýndi eitt atriði og var mismunandi hvaða aldurshópar sýndu.
Öllum 5. og 6. bekkingum í Reykjansbæ var boðíð á hátíðina, sem var hluti af Barnahátíð. Víkurfréttir voru á staðnum og tóku meðfylgjandi myndir.
VF/Olga Björt