Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Troðfullt hús á kvennakvöldi S-listans
Mánudagur 26. maí 2014 kl. 11:35

Troðfullt hús á kvennakvöldi S-listans

Það var mikið stuð og troðfullt hús í H25 kosningamiðstöð S-listans á stórskemmtilegu kvennakvöldi á föstudaginn, en á þriðja hundrað konur kíktu við í glæsilega heimagerðar veitingar og létt spjall. Stelpurnar á á S-listanum - Guðný Birna, Dagný Alda, Sigurrós, Jóhanna Björk, Heba Maren, Elínborg, Elfa Hrund, Margrét, Vilborg og Erna – klæddust glæsilegri Suðurnesjahönnun í tilefni kvöldins frá Mýr Design, Agnes Design, DÍS Design, Sveindísi, Maju-men og H-ál.

Þingkonurnar Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Oddný Harðardóttir tóku til máls og fóru á kostum,  Sigga Dögg kynfræðingur var með fróðlegt og skemmtilegt innlegg. Davíð Þór lék svo ljúfa tóna og mikil gleði, kvennakraftur og breytingarandi lá í loftinu. Meðfylgjandi eru myndir frá kvöldinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Konurnar klæddust glæsilegri Suðurnesjahönnun í tilefni kvöldins frá Mýr Design, Agnes Design, DÍS Design, Sveindísi, Maju-men og H-ál.