Troðfullt hús á konukvöldi Sjálfstæðismanna
Það var troðfullt hús á kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins í kvöld þegar konukvöld flokksins fór fram. Léttar veitningar voru í boði og Védís Hervör Árnadóttir, dóttir Árna Sigfússonar söng nokkur vel valin lög í tilefni kvöldsins.Um 200 konur mættu á kosningaskrifstofuna og voru meðfylgjandi myndir teknar í kvöld.