Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Troðfullt á útgáfutónleikum Ælu
Föstudagur 21. júlí 2006 kl. 14:52

Troðfullt á útgáfutónleikum Ælu

Útgáfutónleikar Ælu fóru fram á Paddy´s í Reykjanesbæ í gærkvöldi og er óhætt að segja að stemmningin hafi verið frábær. Hljómsveitirnar Lokbrá og Koja hituðu upp fyrir Ælu og var mannskapurinn kominn í góðan gír þegar Ælumenn stigu á stokk en troðfullt var á Paddy´s.

Æla gaf nýverið út sína fyrstu breiðskífu og ber hún heitið „Sýnið tillitssemi, ég er frávik.“ Það var heitt á Paddy´s í gær og sáu flestir karlkyns tónleikagestir sáu sér þann kostinn vænstan að svipta klæðum af efri búk.

Breiðskífu Ælu er hægt að nálgast í vel flestum tónlistarbúðum.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024