Troðfullt á Bergásballi í gömlum hermannaklúbbi
Þegar þetta er skrifað ríkir gríðarleg stemmning á svokölluðu Bergásballi sem nú er haldið í gömlum yfirmannaklúbbi á Keflavíkurflugvelli. Húsnæðið telur marga sali sem allir eru þéttskipaðir af diskófíklum sem dansa af krafti við tóna frá plötusnúðum sem þekkja vel til Bergásáranna. Fleiri myndir frá Bergásballinu eru væntanlegar hér inn á vef Víkurfrétta þegar líður á sunnudaginn, svona í þann mund sem það fólk sem nú er að skemmta sér á Bergáskvöldinu verður vaknað eftir næturgleðina og tilbúið að útskýra myndirnar fyrir börnunum… og barnabörnunum!