Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Tríó Vadim Fyodorov með tónleika í Duushúsi
Föstudagur 19. júní 2009 kl. 14:44

Tríó Vadim Fyodorov með tónleika í Duushúsi

Á laugardaginn kemur heldur tríó Vadim Fyodorov í tónleika í Duushúsi í tilefni af  nýútkominn plötu sinni ,,Papillions Noirs" sem er jafnframt fyrsta plata tríósins. Tóneikarnir hefjast kl 21:00 og selt inn við innganginn.

Á plötunni er samansafn af lögum sem tríóið hefur haft á efnisskrá sinni í genum tíðina, Franskættuð kaffihústónlist, jazz, rússnest þjóðlög auk nokkur laga eftir hljómsveitarmeðlimi. Þarnar er á ferðinni einstaklega skemmtileg sveifla sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

Tríóið lék fyrir skömmu tvenna tónleika með Karlakór Keflavíkur við góðar undirtektir.

Tríóið skipa:

Vadim Fyodorov: Harmonika
Leifur Gunnarsson: Kontrabassi
Gunnar Hilmarsson: Gítar

Vadim Fyodorov er fæddur í Pétursborg í Rússlandi árið 1969. Hann var aðeins 6 ára þegar hann byrjaði að læra á harmoniku og stundaði
framhaldsnám bæði í Rússlandi og Þýskalandi. Vadim hefur verið búsettur í nær áratug á Íslandi og er í dag tvímælalaust einn af fremstu starfandi harmonikuleikurum á Íslandi.

Gunnar og Leifur eru báðir útskrifaðir frá Tónlistarskóla FÍH.

Miðaverð: 1500 kr

20.júní - kl 21:00 Duushúsi Reykjanesbæ
22. júní - kl 20:30 Gerðubergi Menningarmiðstöð Reykjavík

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024