Trilogia blæs til tónleika á Paddy’s
Hljómsveitin Trilogia blæs til sinna fyrstu tónleika fimmtudaginn 11. júní á Paddy’s í Reykjanesbæ. Meðlimir hljómsveitarinnar eru Finnbjörn Benónýsson og Fríða Dís Guðmundsdóttir en þau hafa unnið hörðum höndum að þessu verkefni síðustu misserin. Fyrsta lag Trilogiu kom út þann 1. júní sl. og ber heitið Heartless.
Finnbjörn og Fríða hafa áður unnið saman í tónlist en það var með hljómsveitinni Tabula Rasa fyrir rúmum áratug síðan. Síðan þá hefur Finnbjörn komið að ýmsum tónlistarverkefnum og Fríða verið í hljómsveitinni Klassart ásamt því að sinna öðrum tónlistarverkefnum.
Þar sem þau eiga bæði rætur á Suðurnesjum vilja þau að sjálfsögðu halda fyrstu tónleika Trilogiu á Paddy’s og bjóða heimamönnum og öðrum sem hafa áhuga frítt inn. Tónleikarnir hefjast kl. 21:30.
Youtube: https://www.youtube.com/watch?v=OnRYSFRS7HI
Soundcloud: https://soundcloud.com/trilogiamusic/heartless