Miðvikudagur 22. febrúar 2012 kl. 15:11
Tréskúlptúrar og steinverk á Icelandair hótelinu
Listamaðurinn Jón Adólf Steinólfsson hefur opnað sýningu í Icelandair hótelinu í Keflavík. Sýningin ber nafnið „Fyrir Ykkur“ og er yfirlitssýning frá hinum ýmsu stefnum á ferli listamannsins frá 1997 til 2011.
Jón Adolf sýnir tréskúlptúra og steinverk og er sýningin opin næstu daga kl. 17 til 20.