Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Mannlíf

Mánudagur 7. maí 2001 kl. 14:00

Tréklossar og söngur í Garði

Síðastliðinn laugardag var haldið upp á Evrópskt tungumálaár í samkomuhúsinu í Garði þar sem fram komu listamenn af öllum aldri og þjóðernum.
Hátíðin var sett með því að gestum var óskað til hamingju með daginn á 13 tungumálum. Skúli Thoroddsen forstöðumaður Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum hélt ræðu um mikilvægi tungumála og Sigurður Jónsson, sveitarstjóri í Garði flutti ávarp. Pólsk börn sungu pólsk lög og íslenskar stúlkur sungu íslensk þjóðlög auk þess sem Hollendingar sýndu hina frægu tréklossa. Það var MSS, Gerðahreppur, nýbúar og Kvenfélagið Gefn sem stóðu fyrir samkomunni sem er liður í Evrópsku tungumáli á vegum Evrópuráðsins og Evrópusambandsins. Að lokum var boðið upp á portúgalskan saltfisk, pólska eftirrétti og íslenskt kaffi og pönnukökur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024