Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Traustir starfsmenn heiðraðir af bæjarstjórn
Miðvikudagur 17. maí 2006 kl. 11:56

Traustir starfsmenn heiðraðir af bæjarstjórn

Síðasti fundur bæjarstjórnar Reykjanesbæjar var haldinn síðdegis í gær og var fyrir vikið nokkur hátíðarbragur yfir fundinum. Sérstakir heiðursgestir hans var hópur fyrrum starfsfólks bæjarins sem látið hefur af störfum fyrir aldurssakir á því kjörtímabili sem nú er að líða.

Bæjarstjórn þakkaði fólkinu góð störf og var það leyst út með veglegum málverkagjöfum í sérstöku kveðjuhófi eftir bæjarstjórnarfundinn, sem haldinn var í Listasafni Reykjanesbæjar. Þar fluttu m.a. tveir upprennandi tónlistarmenn bæjarins tónlistaratriði,  þeir Sigtryggur Kjartansson, sem spilaði á flygil, og Sveinn Enok Jóhannsson, söngvari.

Bæjarfélagið hefur notið starfskrafta sumra þessara starfsmanna í tvo til þrjá áratugi en sá sem stystan starfsaldur á starfaði hjá bænun í 9 ár, þannig að hér eru traustir starfsmenn á ferðinni og því vel við hæfi að þeir væru heiðraðir með þessum hætti.
Þessir starfsmenn eru: (starfsaldur þeirra í sviga fyrir aftan): Benedikt Sæmundsson (16) , Fjóla Jórunn Jóhannesdóttir (30), Eggert Lárusson (13), Gísli Jónsson (9), Helga S. Pétursdóttir (13), Kristinn Isaksen (26), Ragnar Birkir Jónsson (16), Rebekka E. Guðfinnsdóttir (25), og Sigrún B. Valdimarsdóttir (27).

Mynd: Starfmennirnir við afhendinguna. Á myndina vantar Kristinn Birki Jónsson og Sigrúnu B. Valdimarsdóttur. VF-mynd: elg

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024