Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Traust er það besta
Föstudagur 22. mars 2019 kl. 06:00

Traust er það besta

-Sindri Lars er FS-ingur vikunnar.

Sandgerðingurinn, Sindri Lars Ómarsson, er nýorðinn 21.árs. Hann er skíthræddur við rússibana. Honum finnst traust vera það besta í fari fólks. Sindri Lars er FSingur vikunnar.


Á hvaða braut ertu?
Á eldgömlu fjölgreinabrautinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hver er helsti kostur FS?
Félagslífið.

Hver eru áhugamálin þín?
Fótbolti

Hvað hræðistu mest?
Ég er skíthræddur við rússibana.

Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur og hvers vegna?
Helgi Líndal, það er staðreynd að hann verður heimsfrægur skóhönnuður.

Hver er fyndnastur í skólanum?
Úff góð spurning, ég þekki fjölmarga trúða sem eiga sín augnablik en ég verð að gefa honum Karli Sævari þennan heiður.

Hvað sástu síðast í bíó?
A Star is born, minnir mig, sturluð mynd.

Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?
Nocco á góðu verði!

Hver er helsti gallinn þinn?
Ég kann ekki að spara pening.

Hver er helsti kostur þinn?
Stutt í grínið, góður við alla.

Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum þínum?
Snapchat, Instagram og Twitter

Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS?
Nocco í mötuneytið á 200 krónur og frjálsar mætingar.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks?
Traust er mikilvægast myndi ég segja.

Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum?
Mjög gott, ekki hægt að segja annað.

Hver er stefnan fyrir framtíðina?
Ekkert ákveðið, því miður.

Hvað finnst þér best við að búa á Suðurnesjum?
Kostirnir eru þeir að maður þekkir fjölmarga og getur gert nánast allt hérna.

Uppáhalds:
-kennari? King Bogi Ragnarsson.
-skólafag? Félagsfræði.
-sjónvarpsþættir? Klassískt svar, Friends. Aðeins of góðir.
-kvikmynd? Die Hard, sú er í bullinu.
-hljómsveit? Drake er tónlistarmaðurinn.
-leikari? Will Ferrell, maður grenjar alltaf úr hlátri þegar maður horfir á þennan gæja.