Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Transit í SSV
Þriðjudagur 6. janúar 2009 kl. 08:49

Transit í SSV



Hlynur Helgason opnar sýninguna „Transit“ í Suðsuðvestri í Keflavík þann 10. janúar 2009. Sýningin verður opnuð kl. 16.

Hlynur hefur undanfarin ár unnið með ljósmyndir og kvikmyndir þar sem hann vinnur markvisst með staðhætti og menningu þess umhverfis sem sýningin er í. Í Suðsuðvestri heldur hann uppteknum hætti og þungamiðja sýningarinnar er unnin í Reykjanesbæ og á Keflavíkurflugvelli. Hann velur að nýta bæinn og stöðu hans til marks um möguleika íslendinga í samtímanum, skoðar sjónarsviðið í kring um fólkið á ýtarlegan hátt og varpar myndinni til baka inn í samfélagið. Verkin á sýningunni eru flest stórar ljósmyndir, teknar í Keflavík, á Keflavíkurflugvelli, í Lundunúm og Saurbæjarhreppi í Dölum. 11 mínútna langt kvikmyndlistaverk kórónar sýninguna, þar sem nágrennið á Keflavíkurflugvelli er rannsakað á hæglætislegan máta; hvernig íbúabyggð getur fengið á sig mynd rólyndislegs landslags.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sýningin er opin á laugardögum og sunnudögum frá 14 – 17 frá 10. janúar til og með 15. febrúar