Traktors- og fornbílasýning í Reykjanesbæ
Fornvéla- og bílaáhugamenn á Suðurnesjum ætla sér að halda sýningu á gömlum bílum og traktorum, uppgerðum á ýmsum stigum, í og við húsnæði Vökvatengis að Fitjabraut 2 í Reykjanesbæ helgina 25. -26. maí.
Sýning var haldin í fyrsta skipti í fyrra og þótti takast svo vel að ákveðið var að halda hana aftur. Áhugi fyrir svona gömlu tækjum leynist víða hér á svæðinu, traktorar frá síðustu öld og ýmist tæki úr sveitinni. Inn á milli má svo sjá gamla glæsivagna sem prýddu göturnar í gamla daga.