Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Traktorinn vekur upp fortíðarþrá - Sýning á morgun
Föstudagur 18. maí 2012 kl. 09:18

Traktorinn vekur upp fortíðarþrá - Sýning á morgun



Fornvéla- og bílaáhugamenn á Suðurnesjum ætla sér að halda sýningu á gömlum bílum og traktorum, uppgerðum á ýmsum stigum, í og við húsnæði Vökvatengis að Fitjabraut 2 í Reykjanesbæ. Sýningin verður opin á morgun, laugardaginn 19. maí frá klukkan 10:00 - 18:00 og sunnudaginn 20. maí frá 10:00 - 17:00. Blaðamaður Víkurfrétta tók hús á Skúla Ásgeirssyni í Vökvatengi um helgina og hann sagði að allir væru velkomnir að skoða og kaffi yrði á könnunni.

Þarna voru þegar komin ýmis tæki og fleiri væntanleg í vikunni. Aðspurður um hvers vegna menn hefðu svo mikinn áhuga á því að gera upp traktora frá miðri síðustu öld sagði Skúli að líklega væru menn sem ólust upp við að keyra slík tæki í sveitum landsins sem guttar með örlitla fortíðarþrá, margir nota sér þó tækin. Sagði hann einnig að mikið væri stundað að þræða sveitabæi í leit að gömlum vélum til þess að gera upp. Skúli sagðist vona að sem flestir áhugamenn um bíla og vélar létu sjá sig en líklega verður þarna allt frá vörubílum til vinnuvéla og glæsibifreiða.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024