Trainspotting í Frumleikhúsinu
Leikfélag Keflavíkur frumsýnir verkið Trainspotting, eftir Irvine Welsh, í Frumleikhúsinu í Reykjanesbæ þann 18. nóvember næstkomandi.
„Æfingar hafa gengið framar vonum en við byrjuðum frekar seint að æfa miðað við fyrri verk,“ sagði Davíð Örn Óskarsson, formaður Leikfélagsins, í samtali við Víkurfréttir. „Æfingar hafa nú verið í fullum gangi í fjórar vikur en það er margt sem þarf að æfa í kringum þessa sýningu því þetta er ekki hin venjulegasta leikhússýning,“ sagði Davíð.
Jón Marino leikstýrir verkinu en hann leikstýrði einnig Vox Arena, leikfélagi Fjölbrautaskóla Suðurnesja, á síðasta ári þegar hópurinn setti upp söngleikinn „Er tilgangur“ eftir Júlíus Guðmundsson. Það er enginn annar en Megas sem snapaði Trainspotting yfir á íslensku.
„Fyrst þegar við fórum yfir handritið og litum á myndina þá sá maður að hún var allt öðruvísi. Leikstjórinn og hópurinn hafa nú unnið hörðum höndum í að gera leikritið meira eins og bíómyndina og svo er bara um að gera að skella sér á sýninguna hjá okkur og leigja spóluna eftir á,“ sagði Davíð að lokum.
VF-myndir/ frá æfingum leikhópsins í Frumleikhúsinu.
„Æfingar hafa gengið framar vonum en við byrjuðum frekar seint að æfa miðað við fyrri verk,“ sagði Davíð Örn Óskarsson, formaður Leikfélagsins, í samtali við Víkurfréttir. „Æfingar hafa nú verið í fullum gangi í fjórar vikur en það er margt sem þarf að æfa í kringum þessa sýningu því þetta er ekki hin venjulegasta leikhússýning,“ sagði Davíð.
Jón Marino leikstýrir verkinu en hann leikstýrði einnig Vox Arena, leikfélagi Fjölbrautaskóla Suðurnesja, á síðasta ári þegar hópurinn setti upp söngleikinn „Er tilgangur“ eftir Júlíus Guðmundsson. Það er enginn annar en Megas sem snapaði Trainspotting yfir á íslensku.
„Fyrst þegar við fórum yfir handritið og litum á myndina þá sá maður að hún var allt öðruvísi. Leikstjórinn og hópurinn hafa nú unnið hörðum höndum í að gera leikritið meira eins og bíómyndina og svo er bara um að gera að skella sér á sýninguna hjá okkur og leigja spóluna eftir á,“ sagði Davíð að lokum.
VF-myndir/ frá æfingum leikhópsins í Frumleikhúsinu.