Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Toyota gefur Ragnarsseli tvo leikbíla
Mánudagur 27. nóvember 2006 kl. 15:02

Toyota gefur Ragnarsseli tvo leikbíla

Toyota í Reykjanesbæ færði í dag Foreldrafélagi Ragnarsels tvo svokallaða „Mooncar” bíla. Einn slíkur bíll hefur verið þar í notkun í nokkurn tíma og hefur notið þvílíkra vinsælda að hann er farinn að láta verulega á sjá. Þessi gjöf ætti því að kæta krakkana í Ragnarseli.
Ævar Ingólfsson hjá Toyota segir gjöfina vera hluta af fjölskyldustefnu Toyota í Reykjanesbæ.

Mynd: Frá afhendingu bílanna í dag. Á myndinni eru Inga Sveinbjörg Ásmundsdóttir, formaður foreldrafélags Ragnarssels, Sæunn G. Guðjóndóttor, forstöðuþroskaþjálfi  og Ævar Ingólfsson frá Toyota Reykjanesbæ.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024