Toyota Aygo í aðalvinning hjá Lions
Glæsilegur Toyota Aygo að verðmæti 1840 þús. verður aðalvinningur í Jólahappdrætti Lionsklúbbs Njarðvíkur. Heildarverðmæti vinninga er rúmar 2,5 millj. kr.
Lionsmenn munu afhenda styrki á sunnudaginn en allur ágóði af starfsemi klúbbsins rennur til góðgerðarmála á Suðurnesjum. Félagar í klúbbnum hafa þegar byrjað sölu á happdrættismiðum og vonast til að fá góð viðbrögð eins og áður.