Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Tosca í Keflavíkurkirkju í vikulok
Þriðjudagur 9. ágúst 2011 kl. 09:22

Tosca í Keflavíkurkirkju í vikulok

- ópera í þremur þáttum eftir Giacomo Puccini 12. og 14. ágúst í Keflavíkurkirkju


 
Undirbúningur að Óperunni Toscu eftir Giacomo Puccini í Keflavíkurkirkju er í fullum gangi. Tosca er ein frægasta og vinsælasta ópera allra tíma. Þessi rómantíska ópera fjallar um ástir og afbrýði, sem endar með ósköpum. Óperan Tosca hefur að geyma stórkostlega tónlist og margar af fallegustu aríum óperubókmenntanna svo sem: Recondita armonia, Vissi d’arte, Te Deum og E lucevan le stelle.. eða Turnaríuna.


Það er óperufélagið Norðuróp sem stendur fyrir uppfærslunni í samvinnu við tónlistarfélag Reykjanesbæjar, sönghópinn Orfeus, kór Keflavíkurkirkju og o.fl. Í aðalhlutverkum eru Bylgja Dís Gunnarsdóttir sem Tosca, Jóhann Friðgeir Valdimarsson sem Cavaradossi, Jóhann Smári Sævarsson sem Scarpia, Bergþór Pálsson sem Angelotti, Bragi Jónsson sem Sacristan og Sciaronne, Magnús Guðmundsson sem Spoletta, Rósalind Gísladóttir og Kristján Þorgils Guðjónsson.

I þáttur óperunnar verður fluttur í Keflavíkurkirkju, II þáttur í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju og sá III í garðinum þar á milli. Áhorfendur flytja sig á milli rýma milli þátta og taka þannig virkan þátt í sýningunni. Óperan er flutt á ítölsku með píanó, orgel, flautu og slagverks undirleik.

Tónlistarstjóri er Antonia Hevesi og leikstjóri er Jóhann Smári Sævarsson.
 
Frumsýning er 12. ágúst og önnur sýning 14. ágúst.

Miðasala er hafinn á midi.is
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024