Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Sunnudagur 26. maí 2002 kl. 16:06

Toppmaðurinn í Leifsstöð

Haraldur Örn Ólafsson, fjallagarpur og pólfari, kom til Keflavíkurflugvallar fyrir stundu úr leiðangri sínum á hæsta tind heims, fjallið Everest. Haraldi var vel fagnað af nánustu vinum og ættingjum. Síðar í dag verður formleg móttaka fyrir heimsmeistarann í fjallaklifri og pólgöngum í Smáralind í Kópavogi. Þar mun „toppmaðurinn“ án efa fá höfðinglegar móttökur.

Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024