Tónlistin sótt á netið
-með MP3 spilurum í BTGuðmundur Magnason, markaðsstjóri hjá BT, segir að GSM símar með SMS spjallborði verði æ vinsælli til fermingargjafa. Með þeim er hægt að skrifa heilu SMS ritgerðirnar á mettíma. „Tölvurnar standa líka alltaf fyrir sínu. Nú vilja menn helst hafa tölvurnar Pentium III, með DVD kerfi og tengimöguleika við stofusjónvarpið“, segir Guðmundur.Að sögn Guðmundar hefur aukin neðvæðing gert MP3 spilara gríðarlega vinsæla. „Með þessum spilurum er hægt að sækja tónlist á netið og geyma í tölvunni eða setja á lítil minniskort sem passa í MP3 spilarana.“