Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Tónlistin í öndvegi á Ljósanótt
Föstudagur 21. ágúst 2009 kl. 14:41

Tónlistin í öndvegi á Ljósanótt


Tónlistin verður í öndvegi á komandi Ljósanótt, þeirri tíundu sem haldin er í Reykjanesbæ. Tónlistarfólk bæjarins mun láta að sér kveða og sýna sínar bestu hliðar í veglegum tónlistaratriðum sem prýða dagskrá Ljósanætur. Óhætt er að fullyrða að um sannkallaða tónlistarveislu verði að ræða.

Á meðal þeirra tónlistaratriða sem gestir Ljósanætur fá að njóta er Ljósanætursvítan sem inniheldur lög eftir tónskáld úr bæjarfélaginu í útsetningu Þóris Baldurssonar. Hún verður flutt á hátíðarsviðinu við Ægisgötu á laugardagskvöldið. Valinkunnir sögnvarar koma fram í Ljósanætursvítunni, s.s.  Einar Júlíusson, Sigurður Guðmundsson, Erna Hrönn, Eiríkur Hauksson, Björgvin Halldórsson, Kvennakór Suðurnesja, Karlakór Keflavíkur.
Á eftir svítunni verður Ljósanæturlagið 2009 flutt en það er tileiknað Rúnari Júlíussyni.

Á laugardeginum verða haldnir stórtónleikar í Duushúsum en þar koma fram bæði kórar, einsöngvarar og hljómsveitir í þéttskipaðri dagskrá sem stendur yfir frá kl. 13:30 – 18:00. Meðal þeirra sem fram koma eru Kvennakór Suðurnesja, Söngsveit Suðurnesja, Karlakór Keflavíkur, Klassart, Víkingarnir, Guðbjörn Gunnarson og margir fleiri.

Veglegir hátíðartónleikar verða svo í sal Fjölbrautaskóla Suðurnesja á sunnudeginum kl. 16. Kórar svæðisins og einsöngvarar munu flytja lög og atriði úr þekktum söngleikjum og óperum m.a. úr Jesus Christ Superstar, Fiðlaranum á þakinu, My fair lady og La Boheme.

Hægt er að kynna sér einstaka dagkrárliði nánar á vefsíðu Ljósanætur, www.ljosanott.is

---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VFmynd/elg - Karlakór Keflavíkur á Ljósanótt 2008