Tónlistin í Höfnum
Fjallað verður um systkinin Vilhjálm og Elly í tali og tónum í göngu á þeirra heimaslóðum í Höfnum fimmtudaginn 17. ágúst kl. 20:00.
Elmar Þór Hauksson og Arnór B. Vilbergsson flytja tónlist þessara ástsælu tónlistarmanna sem gerðu garðinn frægan og Dagný Gísladóttir segir frá ævi þeirra og tónlist. Þau hafa staðið fyrir tónleikaröðinni Söngvaskáld á Suðurnesjum undanfarin ár þar sem kynntur er ríkulegur menningararfur Suðurnesjamanna þegar kemur að tónlist.
Gangan hefst í Kirkjuvogskirkju en eftir það verður gengið að Merkinesi og verður lagið tekið á leiðinni. Strætó flytur göngufólk aftur að kirkjunni eftir að dagskrá lýkur. En gangan tekur um 1,5 til 2 klukkustundir.
Mælst er til þess að fólk klæði sig eftir veðri. Björgunarsveitin Suðurnes gengur með hópnum eins og áður.
Enginn þátttökukostnaður er í ferðina og þátttakendur á eigin ábyrgð.