Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Mannlíf

Tónlistin hljómaði og sólin ljómaði í bíósal DUUS
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
föstudaginn 15. júlí 2022 kl. 14:32

Tónlistin hljómaði og sólin ljómaði í bíósal DUUS

Fimmtudaginn 14. júlí komu þær söngkonur Alexandra Chernyshova og Svafa Þórhallsdóttir ásamt píanóleikaranum Gróu Hreinsdóttur fram í Bíósal DUUS og fylltu áheyrendur gleði og sælu með tónlist sinni. Flutt voru íslensk sönglög, úkraínsk þjóðlög, dönsk og frönsk dægurlög ásamt þekktum aríum og dúettum úr óperuheiminum. Áheyrendur kunnu vel að meta fjölbreytnina og var auðséð að þarna fór fram töfrandi gjörningur er endurnærði líkama og sál. Frábær flutningur með góðri staðsetningu við hafið þar sem sól logaði á himni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024